Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir júlí 2016 nam verðmæti vöruútflutnings í mánuðinum 43,9 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 53,5 milljörðum króna.

Voru vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, því óhagstæð um 9,6 milljarða króna. Fob stendur fyrir Free on Board sem er skilgreining á því hvenær eignaskipti verða á vörunum, og miðast það við þegar varan er komin um borð í flutningsfar í útflutningslandi.

Í júnímánuði var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um 14,046 milljarða króna og á öllu tímabilinu frá byrjun janúar to loka júnímánaðar var hann óhagstæður um 63,213 milljarða króna.