*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 5. mars 2020 09:06

Óhagstæð vöruviðskipti í febrúar

Mun jafnari vöruviðskipti í ár heldur en í fyrra, en í febrúar 2019 voru þau óhagstæð um 15,6 milljarða en 1,9 milljarða nú.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vöruviðskipti Íslands við útlönd voru óhagstæð í febrúar um andvirði 1,9 milljarða króna, en þá var flutt út fyrir 48 milljarða króna, en flutt inn fyrir 49,9 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Er það töluvert mikil bæting frá sama tíma fyrir ári þegar þau voru óhagstæð um 15,6 milljarða króna, miðað við gengi þess árs.

Útflutningsverðmætið nú var 3,3 milljörðum króna meira en þá, eða 7,4% meira á gengi hvors árs, en aukningin var í öllum flokkum nema iðnaðarvörum.

Verðmæti innflutningsins var svo 10,3 milljörðum króna lægri í febrúar 2020 en í febrúar 2019, eða 17,2% á gengi hvors árs. Mest var lækkunin í viðskiptum með hrá- og rekstrarvörur og fjárfestingarvörur utan flutningstækja.