Bretar verða sífellt óheiðarlegri ef marka má niðurstöður rannsóknar á vegum Háskólans í Essex.Niðurstöður sýndu að 70% Breta yngri en 25 ára þykir í einhverjum tilvikum réttlætanlegt að ljúga til á atvinnuumsóknum og tveir af þremur á öllum aldursbilum sögðust í einhverjum tilvikum geta réttlætt að ljúga ef það þjónaði eigin hag. Þá leiddi rannsóknin í ljós að aðeins helmingur þátttakenda sögðu framhjáhald óásættanlegt. Til samanburðar voru 70% þátttakenda í könnuninni á þessari skoðun árið 2007.

Í rannsókninni var spurningalisti lagður fyrir þúsundir Breta en samskonar spurningar voru lagðar fyrir árið 2000. Markmiðið var að kanna óheiðarleika í bresku samfélagi, hvers konar hegðun fólk telur ásættanlega og hvað hefur breyst í gegnum tíðina. Í könnuninni voru einstaklingar beðnir um að gefa ákveðinni hegðun einkunn á skalanum 1-4 þar sem 1 þýddi að hegðunin væri ávallt réttlætanleg og 4 að hún væri aldrei réttlætanleg. Niðurstöður sýndu að konur voru örlítið heiðarlegri en karlar en helst mátti sjá mun á aldursflokkum og var ungt fólk mun óheiðarlegra en þeir eldri.

Aðeins ein hegðun fékk verri einkunn í nýju rannsókninni en árið 2000 en það var að hagnast á fölskum forsendum.

Strætó
Strætó