búðalánasjóður hefur verið sýknaður af kröfum Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur. Dómur í málinu féll á föstudaginn en honum verður áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um fasteignalán sem þau Theodór og Helga Margrét tóku hjá Íbúðalánasjóði árið 2003. Í greiðslumati var miðað við 0% verðbólgu og kröfðust þau þess meðal annars að fá verðbætur, sem þegar höfðu verið greiddar, dregnar frá höfuðstóli lánsins.

Dómurinn er athyglisverður að mörgu leyti því í honum segir að skýra verði 1. mgr. laga nr. 121/1994 (eldri lög um neytendalán) á þá leið að „við útreikning árlegrar hlutfallstölu hafi verið skylt að miða við að verðlagsþróun yrði óbreytt út lánstímann. Var það ósamrýmanlegt þessari kröfu ákvæðisins að miða greiðsluáætlun stefnenda við að verðbólgustig yrði 0%, svo sem gert var“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .