Hækkun á hlutabréfaverði var mjög ójafnt skipt í Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag. Á meðan Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,52% lækkaði heildarvísitala um 0,74% á sama tíma.

Mest var hækkun á bréfum N1, eða um 1,30% í níu viðskiptum. Veltan nam 74.380.287 krónum. Næst mest var hækkun á gangi Nýjerja. Veltan var þó sáralítil, eða einungis 72.930 krónur í einum viðskiptum.

Þá varð hækkun á bréfum Icelandair Group, eða um 0,85%. Eins og oft áður var mest velta með bréf félagsins, en 474.442.010 krónur skiptu um hendur í 17 viðskiptum.

Langsamlega mest lækkun var með bréf Össurar, sem lækkuðu um 4,29% í verði í dag. Aftur á móti var mjög lítil velta með bréfin, eða 1.458.590 krónur í tveimur viðskiptum. Bréf Sjóvár lækkuðu einnig í verði, eða um 1,32% í 43.136.546 króna veltu í tólf viðskiptum.

Allir flokkar skuldabréfa sem einhver viðskipti voru með hækkuðu í verði. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði þannig um 0,26%. Velta á skuldabréfamarkaði nam samtals 8.755.830.443 krónum og á hlutabréfamarkaði 1.315.724.680 krónum.