Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti á dögunum nýja skýrslu um ójöfnuð. Í skýrslunni kemur fram að miðað við tölur frá 2012 er ójöfnuður á Íslandi undir meðaltali OECD ríkja og hefur dregist saman undanfarin ár. Gini-stuð- ullinn mælist 0,26 á Íslandi og er sá sjötti lægsti meðal OECD ríkja. Hann hefur lækkað stöðugt frá því að hann mældist hæstur árið 2008 0,31.

Hlutfall þeirra sem lifa í fátækt á Íslandi er það þriðja lægsta meðal OECD, eða 6,3% samanborið við 11,2% meðaltal. Hlutfallið hefur farið lækkandi frá árinu 2007 en hækkaði þó milli 2011 og 2012. Á Íslandi hljóta þeir 10% ríkustu í þjóðinni að jafnaði 5,6 sinnum hærri laun en þeir 10% fátækustu, en meðaltalið í OECD ríkjum er 9,6. Árið 2008 mældist munurinn á Íslandi 7,5 en hefur lækkað verulega síðan þá. Hins vegar hefur meðaltalið í OECD ríkjum hækkað frá 9,2 árið 2007.