Wikipedia er eitt af undrum netsins, opin alfræðiorðabók, sem hver sem er getur ritað og breytt. Fjölmargar færslur Wikipedia eru staðgreindar, þannig að umfjöllunarefnin eru merkt með viðeigandi hnatthnitum. Fyrir vikið má merkja þær inn á kort eins og gert er að ofan. Sem sjá má eru verulegar ójöfnur á því hvar færslurnar er að finna.

Að sumu leyti er það ofureðlilegt — mannkynssagan er líklegri til þess að eiga sér stað í byggð en eyðimörkum eða ballarhafi. En að öðru leyti endurspegla færslurnar sjónarhorn og staðsetningu höfundanna. Einhver kynni því að segja að Wikipedia væri einkar evrósentrísk. Umheimurinn virðist ekki heldur svikinn um færslur um landið eina.