Gengið verður til kosninga á Spáni 9. mars næstkomandi. Kosningarnar fara fram á sama tíma og óveðursskýin hrannast upp yfir hagkerfi landsins. Sérfræðingar segja að lausafjárþurrðin hafi afhjúpað þá undirliggjandi ógn sem stafaði af ofþenslu undanfarinna ára.

José Luis Rodriques Zapatero, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins, sakar andstæðinga sína um að vera „óþjóðlega“ þegar þeir vekja athygli á hættumerkjunum í hagkerfi landsins.

Stjórnarandstæðingar hafa  sótt hart að forsætisráðherranum. Þeir saka meðal annars ríkisstjórn hans um að hafa glutrað niður efnahagsuppganginum sem José María Aznar, fyrrum leiðtogi Þjóðarflokksins, byggði upp í forsætisráðherratíð sinni.

Nánar er fjallað um kosningarnar á Spáni í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .