Lágfargjaldaflugfélagið Sterling í Danmörku, sem er í íslenskri eigu, sér fram á að flugmiðar verði ókeypis í framtíðinni, að því er fram kom í danska viðskiptablaðinu Börsen í gær. Spá félagsins er að eftir nokkur ár verði ekki lengur hægt að þéna á fargjöldunum og því verði flugfélög að afla tekna með öðrum hætti. Þær tekjur geta m.a. komið frá bílaleigum, hótelum og með því að skipuleggja sérferðir, t.d. á knattspyrnuleiki og tónleika. Þá vonast forráðamenn Sterling til þess að geta einn góðan veðurdag rekið spilavíti um borð í flugvélum sínum.

Meira í Viðskiptablaðinu í dag