„Okkar tími er kominn," segir Hafþór Edmondbyrd skósmiður sem rekið hefur skóvinnustofu Hafþórs í Garðastræti í Reykjavík í 43 ár.

„Hér er botnlaus vinna. Við unnum áður fimm daga vikunnar en nú duga sjö dagar ekki til."

Því lengra sem líður á kreppuna því meira hefur verið að gera á skóvinnustofunni. Hafþór fann fyrst fyrir meiri viðskiptum í desember og segir að þau hafi aukist jafnt og þétt síðan þá.

Það er greinilegt að fólk pússar fremur gömlu skóna en kaupa sér nýja. „Fólk kemur með þetta í pokum, jafnvel nokkrum ruslapokum," segir hann og bætir því við að viðskiptavinirnir séu ekkert frekar ríkir en fátækir. „Þetta er gegnumsneitt," segir hann.

Skóvinnustofan er fjölskyldufyrirtæki og vinna þar þrír til fjórir, meðal annarra sonur Hafþórs og eiginkona.

Fjallað er um stöðu fyrirtækjanna í landinu í Viðskiptablaðinu sem kom út í kvöld.