Þóknun fyrir setu í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mun lækka um 10% frá áramótum, en þetta var ákveðið á fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps þann 18. desember síðastliðinn. Fréttavefurinn Austurglugginn greinir frá þessu.

Þá á einnig að stemma stigu við kostnaði vegna yfirvinnu starfsmanna og öðrum aukagreiðslum sem ónauðsynlegar kunna að vera.

Oddviti lagði fram tillöguna um lækkun þóknunar en í henni segir m.a.: ,,Vegna sparnaðar- og aðhaldsaðgerða í rekstri sveitarfélagsins sýni sveitarstjórnarmenn það í verki með því að þóknun þeirra fyrir setu í sveitarstjórn lækki um 10% frá og men 1. janúar 2009."

Tillagan var samþykkt samhljóða af hreppsnefnd.