*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Erlent 9. febrúar 2019 17:25

Ókyrrð í rekstri flugvélaga

Síðustu vikur hafa fréttir borist af hverju flugfélaginu á fætur öðru sem glímir við erfiðan rekstrarvanda.

Ritstjórn
Ryanair er stærsta lággjaldafélag Evrópu og verið leiðandi á markaðinum.
epa

Það er ekki bara á Íslandi sem rekstur lággjaldaflugfélaga vefst fyrir mönnum. Fyrr í vikunni var greint frá gjaldþroti þýska flugfélagsins Germania, en fréttin er sögð áfall fyrir þýska fluggeirann þar sem mönnum er enn í fersku minni gjaldþrot Air Berlin, þá næststærsta flugfélags Þýskalands, í ágúst 2017.  Svipleg örlög Germania koma í kjölfar fjölda frétta um rekstrarvanda lággjaldaflugfélaga.

Það má segja að íslensku félögin Primera og Wow hafi riðið á vaðið nú á haustmánuðum og síðan þá hafi hvert félagið á fætur öðru bæst í hópinn. Er þar skemmst að minnast norska félagsins Norwegian Air sem leitar nú að nýju hlutafé fyrir þrjá milljarða norskra króna eða ígildi ríflega 42 milljarða íslenskra króna.

Síðasta viðbótin í hópinn er írska félagið Ryanair sem tilkynnti á þriðjudaginn tap á síðasta ársfjórðungi 2018, en þetta var fyrsti ársfjórðungurinn síðan vorið 2014 sem félagið er rekið með tapi. Ryanair er eitt stærsta f lug féla g Evrópu, t.d. voru farþegar Ryanair fleiri en hjá nokkru öðru evrópsku flugfélagi árið 2016. Ryanair er risinn á markaðinum og hefur verið leiðandi í uppgangi lággjaldageirans í áratugi. Og þegar risinn misstígur sig er eðlilegt að áhyggjur manna af dvergunum aukist.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: flugfélög norwegian ryanair germnania