Um 64% Breta telja að ólympíuleikarnir sem haldnir verða í Lundúnum í sumar hafi nú kostað skattgreiðendur þar í landi of mikið. Þetta kemur fram í könnun sem birt var á íþróttavef BBC í vikunni. Nú eru tæplega 100 dagar í að leikarnir hefjist.

Um 55% aðspurðra telja þó að ólympíuleikarnir muni hafa langvarandi áhrif til hins betra í landinu.

Jeremy Hunt, íþrótta- og menningamálaráðherra Bretlands, segist þó aðspurður í samtali við BBC telja að þeir sem telji að skattgreiðendur hafi greitt of mikið vegna kostnaðar við leikana muni endurskoða þá afstöðu sína þegar leikunum er lokið.

Þá vekur það athygli í könnuninni að því lengra sem þátttakendur bjuggu utan Lundúna því líklegri voru þeir til að telja að kostnaður skattgreiðenda vegna leikanna væri of mikill. Það sama var upp á teningnum þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu að leikarnir myndu hafa jákvæð áhrif á Bretland til lengri tíma. Þeir fjær sem þeir bjuggu frá Lundúnum því neikvæðari voru svörin.