Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Evris. Ólafía Dögg hefur víðtæka starfsreynslu bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaðnum. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Hún vann í um tíu ár hjá Reykjavíkurborg og stýrði m.a. stórum evrópskum samstarfsverkefnum á þeim vettvangi. Þá starfaði hún um tíma á skrifstofu hjá EFTA í Brussel á sviði orkumála. Undanfarin ár hefur Ólafía Dögg verið framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Atlantik Legal Services. Ólafía Dögg er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun.

„Evris er samstarfsaðili Inspiralia á Íslandi og eru fyrirtækin leiðandi í að veita íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun aðgang að erlendum styrkjum, fjárfestum og þekkingu til að þróa nýjar lausnir og vörur og koma þeim á erlenda markaði,“ segir í tilkynningunni.