*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Fólk 2. september 2019 08:48

Ólafía Dögg til Evris

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Evris.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Evris. Ólafía Dögg hefur víðtæka starfsreynslu bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaðnum. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Hún vann í um tíu ár hjá Reykjavíkurborg og stýrði m.a. stórum evrópskum samstarfsverkefnum á þeim vettvangi. Þá starfaði hún um tíma á skrifstofu hjá EFTA í Brussel á sviði orkumála. Undanfarin ár hefur Ólafía Dögg verið framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Atlantik Legal Services. Ólafía Dögg er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun.

„Evris er samstarfsaðili Inspiralia á Íslandi og eru fyrirtækin leiðandi í að veita íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun aðgang að erlendum styrkjum, fjárfestum og þekkingu til að þróa nýjar lausnir og vörur og koma þeim á erlenda markaði,“ segir í tilkynningunni.