Ólafía Björk Rafnsdóttir, nýr formaður VR, lauk fyrst skólaprófi árið 2004, þegar hún útskrifaðist frá Endurmenntun Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Hún leiddi kosningabaráttu ÓlafsRagnars Grímssonar til embættis forseta og kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna Páls Árnasonar til formanns Samfylkingarinnar.

Hún hlaut sigur í öll skiptin. Ólafía Björk réðst síðan í eigið framboð til formanns VR. Hún vann afgerandi sigur gegn Stefáni Einari Stefánssyni, fráfarandi formanni, með um 76% atkvæða. Kosningaþátttaka var 21,6% en alls voru nærri 29.500 manns á kjörskrá. Hún er fyrst kvenna til að verða formaður VR sem er stærsta stéttarfélag landsins.

Nánar er fjallað um Ólafíu Björk í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.