Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson opnaði dyr netmiðilsins Tímarím í gær. Hann stefnir á að rýna í íslenskt samfélag með ýmsu móti og gagnrýna valdhafa. Það er í takti við heiti miðilsins sem dregur nafn sitt af kveðskap frá 18. öld sem fól í sér ádeilu á samtímann.

Ólafur sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku standa einn að baki netmiðilsins.

Vefmiðillinn er settur upp í WordPress og sér Ólafur sjálfur um allt utanumhald hans. Stefnt er á að gestapennar riti hugleiðingar sínar um öll heimsins mál þótt skoðanir Ólafs verði í öndvegi.

„Þeir þurfa ekki að endilega að vera sammála mér,“ sagði Ólafur.