Félag Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipta hefur hafið ferli við að breyta húsnæði á Suðurlandsbraut 18 í hótel. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag lóðarinnar, en það felur í sér viðbyggingu og heimild til að hafa hótel í húsinu. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 5.000 fm í 5.950 fm en byggingin myndi eftir breytingar rúma vel á annað hundruð hótelherbergi.

Byggingin er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Festis, en það félag er í eigu hollenska félagsins SMT Partners B. V. Viðskiptablaðið fjallaði um málefni SMT Partners árið 2010 en þá var félagið í eigu Ólafs Ólafssonar.