Dansk/íslenski myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson hlaut Kristalsverðlaunin á árlegu ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Davos.

Verðlaunin fékk Ólafur fyrir að vera í forystu fyrir bættri borgarmynd. Sérstaklega var tekið fram að hann hefði hannað endurhannað ímynd borga. Einnig var sérstaklega minnst á hönnun Ólafs, The little sun , en búnaðurinn veitir lýsingu á stöðum þar sem ekki er hægt að nálgast rafmagn.

Ólafur sagði þegar hann tók við verðlaununum:

„List er einn af fáum stöðum í nútíma samfélagi sem býður upp á að fólk með mismunandi bakgrunn komi saman og deili hugmyndum, þrátt fyrir að það hafi mismunandi skoðanir. Mismunandi skoðanir eru ekki einungis samþykktar, heldur er ýtt undir slík skoðanaskipti. List hjálpar okkur að tengjast hvoru öðru og að víkka út hugmyndinum hver við erum.“