Í greinargerð Ólafs Ólafssonar, sem kenndur er við Samskip, í máli sérstaks saksóknara gegn honum segir að viðskipti Kaupþings við Sjeik Mohamed Khalifa Al-Thani hafi ekki falið í sér að fé hafi farið úr bankanum, heldur hafi þvert á móti fé komið inn í bankann, alltént í þrotabú bankans.

Í stuttu máli segir í ákæru sérstaks saksóknara að viðskiptin hafi að hluta til verið hönnuð með það í huga að fela raunverulegt eignarhald yfir 5,01% eignarhlut í Kaupþingi. Á pappírnum hafi Al-Tani verið eigandi bréfanna en strúktúrinn í kringum kaupin hafi verið með þeim hætti að Ólafur ætti að hagnast á hugsanlegri verðhækkun bréfanna eins og sjeikinn sjálfur. Kaupþing fjármagnaði sjálft kaupin, annars vegar með láni til félags í eigu Ólafs og hins vegar til félags Al-Thani.

segir í greinargerð Ólafs að í viðskiptunum hafi fé farið út úr bankanum en ekki komið inn í hann. Segir hann að í viðskiptum sem þessum sé aldrei um það að ræða að peningatilfærslur eigi sér stað. Kaupandi hlutabréfa fái þau í hendur gegn útgáfu skuldaviðurkenningar. Hluti þessara skulda hafi þegar verið greiddur og því hafi fé komið inn í bankann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.