Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri til skamms tíma árið 2008 í miklum hræringum í borgarpólitíkinni, er hættur afskiptum af stjórnmálum og ætlar aldrei aftur í framboð. Hann fór síðast fram í nafni H-listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Ólafur segir í samtali við Fréttablaðið það ekki koma til greina að bjóða sig aftur fram.

Hann var í efsta sæti á lista Frjálslynda flokksins í í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006 og var með Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn.