Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur ekki við hæfi að forsetinn sé dreginn inní atburðarás dagsins með þeim hætti sem gert hafi verið.

Forsetinn lýsti því yfir að það hafi ekki verið einföld ákvörðun að tala við fjölmiðla. Á fundi hans við forsætisráðherra hafi hann tjáð Sigmundi að þar sem að hann hafi gert þjóðinni grein fyrir því á facebook-síðu sinni að hann stefndi að þingrofi þá væri á vissan hátt verið að draga forsetann inní deilur eða aflraunir millli stjórnarflokka. Sigmundur hafði ekki fengið stuðning stjórnarflokkanna fyrir þeirri ákvörðun sinni að halda á fund forsetans.

Forsetinn gerði fjölmiðlafundinn og ástæðu hans að umtalsefni sínu á nýafstöðnum blaðamannafundi. Viðurkenndi hann að það væri harla óvenjulegt að ávarpa fjölmiðlamenn svo stuttu eftir fund með forsætisráðherra. Væri það viðurkennd regla í íslenskri stjórnskipun að slíkir fundir fari fram í trúnaði og án þess að opinberlaga sé gerð grein fyrir efni þeirra. Framganga Sigmundar olli því að forsetinn tók þessa ákvörðun.