Ólafur Hauksson héraðssaksóknari sem áður var sérstakur saksóknari hafnar öllum ásökunum um að Embætti sérstaks saksóknara hafi starfað á ótilhlýðilegan hátt í rannsókn mála sem tengist Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings. Hann tekur jafnframt fram að öðru leyti hafi verið svarað fyrir ásakanirnar í dómsal. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Eins og áður hefur verið greint frá sakaði Hreiðar Már embætti saksóknara um að hafa hegðað sér óeðlilega við rannsókn máls hans og hefur stefnt ríkinu til greiðslu miskabóta vegna þess að embættið hafi fengið hlerunarbeiðnir gegn sér stimplaðar af dómara Héraðsdóms Vesturlands.