Ólafur Höskuldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Títan, hefur verið ráðinn til Arion banka. Ólafur starfa á skrifstofu bankastjóra. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Ólafur stýrði Títan á árunum 2016 til 2019 og hélt utan um eignarhlut hans í flugfélaginu. En hefur undanfarið starfað í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance.

Ólafur, sem er með Cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands, starfaði hjá Royal Bank of Scotland um sex ára skeið áður en tók við sem framkvæmdastjóri Títan 2016. Þar áður vann hann meðal annars hjá CreditInfo í Þýskalandi og Straumi fjárfestingabanka.