Ólafur Jóhann Ólafsson var á hluthafafundi í dag kjörinn stjórnarformaður Geysis Green Energy.

Hann kemur inn sem nýr hluthafi í GGE ásamt bandaríska fjárfestingarfélaginu Wolfensohn & Company. Samanlagt leggja þessir nýju aðilar tvo milljarða íslenskra króna í félagið.

Auk þess leggja núverandi hluthafar tvo milljarða inn í félagið.

Eftirsóttur samstarfsaðili í jarðhitaverkefnum

James Wolfensohn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, á Wolfensohn ásamt fleiri aðilum. Sonur hans Adam mun setjast fyrir hans hönd í stjórn GGE.

Ólafur Jóhann segir í fréttatilkynningu að GGE búi yfir mikilli reynslu og þekkingu á sínu sviði og hafi á tiltölulega stuttum tíma náð að festa sig í sessi sem eftirsóttur samstarfsaðila í jarðhitaverkefnum víða um heim.