Ólafur Jóhann Ólafsson er farinn út úr hluthafahópi Geysis Green Energi og um leið er hann gengin úr stjórn félagsins. Ekki er ljóst hver er kaupandi að hlutnum en líklegt er talið að það sé félagið sjálft.

Ólafur Jóhann átti samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins innan við 5% hlut í félaginu.

Ásgeir Margeirsson forstjóri félagsins kemur inn í stjórnina í stað Ólafs Jóhanns. Brotthvarf Ólafs Jóhanns tengist því að áhersla félagsins er mun meira íslensk en fyrirhugað var þegar hann kom inn í hluthafahópinn á síðasta ári. Ólafur Jóhann er framkvæmdastóri hjá Time Warner samsteypunni í Bandaríkjunum. Ólafur hefur samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verið að fara út úr fleiri stjórnum til að einbeita sér að Time Warner og rithöfundaferli sínum.