Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdir voru til fangelsisvistar í Al Thani-málinu, hefur hafið afplánun, en hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að markaðsmisnotkun. DV greinir frá þessu.

Þar kemur fram að Ólafur hafi hafið afplánun í Hegningarhúsinu en hafi verið fluttur á Kvíabryggju til afplánunar. Segir að hann hafi sjálfur óskað eftir að hefja afplánunina, en það mun vera venja að verða við slíkum beiðnum hið fyrsta.

Enginn hinna sem dæmdir voru í málinu hafa hafið afplánun, eftir því sem fram kemur í DV.