*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Fólk 8. júlí 2019 16:12

Ólafur Nielsen hættir að stýra Kolibri

Framkvæmdastjóri vefþróunarfélagsins Kolibri stofnar ráðgjafafélagið Mantra ráðgjöf.

Ritstjórn
Ólafur Örn Nielsen hefur verið framkvæmdastjóri Kolibri síðustu fjögur árin en nú stofnar hann eigið félag, Mantra ráðgjöf.
Aðsend mynd

Ólafur Örn Nielsen, sem starfað hefur hjá vefþróunarfélaginu Kolibri síðustu fimm árin, þar af síðustu fjögur sem framkvæmdastjóri, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu til að vera með eigin ráðgjafastarfsemi. Þetta kemur fram á facebook síðu Ólafs Arnar, en nýja félagið mun heita Mantra ráðgjöf. Hann mun þó áfram verða meðal hluthafa Kolibri.