Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignaumsýslufélags Íslandsbanka, frá og með 1. febrúar 2010.  Ólafur Þór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.  Ólafur Þór starfaði á árunum 1996-2006 hjá PricewaterhouseCoopers þar sem hann var meðeigandi frá árinu 2003.  Ólafur Þór sinnti jafnframt kennslustörfum í reikningshaldi við Háskólann í Reykjavík á árunum 2000-2006.  Frá árinu 2006 hefur Ólafur Þór starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis hf.  Hann er kvæntur Aldísi Arnardóttur og eiga þau þrjú börn.

Ríkharð Ottó Ríkharðsson, sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra tímabundið meðfram öðrum verkefnum, mun áfram starfa í sérlánateymi Íslandsbanka.

Staða framkvæmdastjóra var auglýst í byrjun desember 2009 og voru umsækjendur um 70. Það var Mannauðssvið Íslandsbanka sem sá um ráðningarferlið.