Ólafur Örn Nielsen hefur látið af störfum sem vefmarkaðsstjóri Wow air en hann hóf störf hjá félaginu sl. sumar. Aðspurður um starfslok sín segist Ólafur Örn hafa hætt til að hefja eigin rekstur.

Hann hefur nú í samstarfi við Steinar Inga Farestveit, sem starfað hefur sem hönnunarstjóri gagnvirkra miðla hjá auglýsingastofunni ENNEMM, stofnað vefhönnunarfyrirtækið Form5.

„Það hefur lengi verið draumur að hefja svona rekstur,“ segir Ólafur Örn í samtali við Viðskiptablaðið.

„Nú eru aðstæðurnar hins vegar alveg kjörnar en ólíkt sumum atvinnugreinum er mikil eftirspurn eftir þjónustu af þessu tagi og vöxturinn gífurlegur. Form5 er vefhönnunarstúdíó þar sem við hönnum og smíðum gagnvirkar vörur með áherslu á vandaða notendareynslu, aðgengi og upplifun.“

Ólafur Örn starfaði við vefþróun hjá mbl.is áður en hann fór til starfa hjá Wow air.

Steinar Ingi Farestveit.
Steinar Ingi Farestveit.

Steinar Ingi Farestveit.