Velgengni Íslands sýnir að aðild að Evrópusambandinu (ESB) er ekki forsenda hagsældar. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Bloomberg-fréttastofuna. Hann er nú staddur í bænum Davos í Sviss en ársfundur  Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum) hófst þar í dag. Ólafur Ragnar verður með erindi á fundinum á föstudag.

Ólafur sagði m.a. að þjóðaratkvæðagreiðslan sem David Cameron hefur boðað um áframhaldandi aðild Breta að ESB fyrir lok árs 2017 sýna að þar í landi sé efast um sambandið.

Ólafur vakti meðal annars athygli á því að fleiri lönd hafi náð að rétta úr kútnum eftir kreppuna. Þar á meðal sé Sviss og Noregur auk Íslands.