„Afgerandi meirihluti hins nýkjörna þings er bundinn heiti um að Ísland verði utan Evrópusambandsins,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Hann fjallaði mikið um Ísland og Evrópusambandið í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag og sagði m.a. að eðlilegt hafi verið að sækja um aðild að sambandinu fyrir fjórum árum. En nú eru breyttir tímar.

„Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu. Viðræðurnar við Ísland hafa líka gengið afar hægt – nú þegar staðið lengur en þegar norrænu EFTA-ríkin, Svíþjóð og Finnland, áttu í hlut. Kjörtímabilinu lauk án þess að hreyft væri við þeim efnisþáttum sem mestu máli skipta fyrir okkur Íslendinga. Þessi atburðarás og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur,“ sagði hann.

Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar í heild sinni