Afnema þarf gjaldeyrishöftin sem sett voru á hér á landi skref fyrir skref. Gjaldeyrishöftin eru orðin tabú en þau eru ekki endilega slæm.

Þetta hefur Dow Jones fréttaveitan eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ísland en hann var staddur á leiðtoga fundi í New York í síðustu viku.

Ólafur Ragnar sagðist vonast til þess að gjaldeyrishöftin yrðu afnumin eins fljótt og hægt er en nefndi engin tímamörk í því sambandi samkvæmt frétt Dow Jones. Þá segir fréttaveitan að orð Ólafs Ragnars séu í takt við yfirlýsingu peningastefndar frá því í síðustu viku.

„Efnahagslega hefur þetta tekist mjög vel. Gjaldeyrishöfin eru orðin að tabú, en þau eru ekki endilega slæm,“ hefur Dow Jones eftir Ólafi Ragnari.

„Það að nauðsynlegt sé að hafa fljótandi gengi er bara kenning, ekki vísindi.“