Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sjálfkjörinn til þess að gegna embættinu næstu fjögur árin sem er fjórða kjörtímabil hans.

Framboðsfrestur rann út á miðnætti og ekki barst neitt mótframboð.

Gert hafði verið ráð fyrir að forsetakosningar yrðu haldnar þann 28. júní á þessu ári. Ólafur Ragnar mun samkvæmt þessu hefja sitt fjórða kjörtímabil þann 1. ágúst næstkomandi.