Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra óskaði eftir því bréflega við forseta Íslands síðdegis sl. mánudag að eiga fund til að ræða við hann um væntanlega ákvörðun hans um afdrif Icesave-laganna.

Forsetinn hundsaði þessa beiðni forsætisráðherra algjörlega og slíkt talið nánast einsdæmi í opinberri stjórnsýslu hér á landi.

Frá þessu er greint á vef Pressunar en samkvæmt heimildum Pressunnar fylgdi bréf forsætisráðherra með greinargerð forsætisráðuneytisins til forsetans um mögulegar afleiðingar þess að synja Icesave-lögunum staðfestingar.

Í greinargerð þeirri kemur m.a. fram að Bretar og Hollendingar hafi mikið um það að segja hvort ríkisábyrgðin um Icesave komi yfirleitt til þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, því þeir geti litið svo á að frestir séu útrunnir og þannig fallið frá samningum sem lögin fjalla um. Jafnvel megi líta svo á að Bretar og Hollendingar hafi mikla hagsmuni af því að Íslendingar hafni lögunum.

Sjá nánar á vef Pressunar.