Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti á Austurvöll á öðrum tímanum í dag. Þar hófst setning Alþingis með guðþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Rétt eftir klukkan tvö mun forseti Íslands síðan halda þingsetningarræðu.

Að lokinni ræðu forsetans mun Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, síðan flytja ræðu sína. Fljótlega eftir það verður gert hlé á þingfundi. Fjárlagafrumvarpinu verður síðan dreift klukkan fjögur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun síðan mæla fyrir því á fimmtudaginn.