Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk 52,78% atkvæða á landsvísu í forsetakosningunum í gær og er því endurkjörinn til fjögurra ára.

Greint var frá lokatölum úr talningu sem lá fyrir kl. 7.30 í morgun í Ríkisútvarpinu.

Þóra Arnórsdóttir fékk 33,16% atkvæða, Ari Trausti Guðmundsson 8,64%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,63% og Andrea J. Ólafsdóttir með 1,8%. Hannes Bjarnason lak svo restina með 0,98% atkvæða. Heildarkjörsókn var 69%.

Þetta er verður fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1996. Síðan þá hefur einu sinni farið fram forsetakosning, eða árið 2004. Ólafur Ragnar hefur þó lýst því yfir, m.a. í fjölmiðlum í gærkvöldi, að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.

Niðurstaða kosninganna er að mestu í takt við nýjustu kannanir sem birtar voru kosningar. Í könnun Capacent sem kynnt var á fimmtudag mældist Ólafur Ragnar með rétt rúmlega 50% fylgi.