Lögmannafélag Íslands heldur árlegan aðalfund sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 12. maí. Athygli vekur að Ólafur Ragnar Grímsson mun flytja ávarp á fundinum en hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan fréttir bárust af því að skartgripafyrirtæki Moussaieff fjölskyldunnar hafi átt félag sem skráð var á Bresku Jómfrúaeyjum.

Áhugvert verður að sjá hvort forsetinn muni eitthvað ræða tengslin við Panama-skjölin á fundinum ef hann verður ekki búinn að gera það fyrr. Á fundi Lögmannafélagsins mun Ólöf Nordal innanríkisráðherra einnig flytja erindi, sem og Reimar Pétursson, formaður félagsins, Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands og Karl Axelsson hæstaréttardómari.