Ólafur Ragnar Grímsson, sem verður búinn að vera forseti í tuttugu ár næsta vor, ætlar ekki að segja til um hvort hann bjóði sig aftur fram fyrr en í nýársávarpi sínu. Þetta kemur fram í viðtali Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns, við Ólaf Ragnar sem birtist á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Ólafur Ragnar segir í viðtalinu við Sölva að búið sé að skora á hann til að bjóða sig fram aftur, þó allir séu ekki á sama máli. „ Ég er alltaf að hitta fólk sem annars vegar segir að ég eigi að halda áfram og annað sem segir að þetta sé búið að vera nokkuð gott hjá mér," segir Ólafur Ragnar.