Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ætlar að taka ákvörðun um hvort nýr Icesave-samningur verði lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu fyrir febrúarlok. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.

Hann segir að spurningar um ákvörðun hans skipti ekki sköpum fyrr en seint í janúar eða í byrjun febrúar, eftir að Alþingi hefur rætt samninginn.

Í viðtali við Bloomberg sjónvarpsstöðina þann 26. nóvember síðastliðinn sagði Ólafur Ragnar að lokaákvörðun um samþykkt Icesave-frumvarps eigi að vera í höndum kjósenda.