Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi lést í gær, 63ja ára að aldri.

Ólafur stofnaði bókaforlagið Vöku 1981, sem síðar varð Vaka-Helgafell. Hann var framkvæmdastjóri þess og síðar stjórnarformaður Eddu-miðlunar. Hann starfaði einnig lengi við fjölmiðla, á Alþýðublaðinu, Sjónvarpinu og sem ritstjóri Vísis.

Ólafur var gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda í desember síðastliðnum.

Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Elín Bergs og eiga þau tvo syni og sex barnabörn.