Carbfix hefur ráðið Ólaf Teit Guðnason til að stýra samskiptum og kynningarmálum. Ólafur Teitur er stjórnmálafræðingur og hefur undanfarin fimm ár verið aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hann var þar áður framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi, fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss og fréttamaður í um áratug, m.a. á RÚV og Viðskiptablaðinu. Ólafur Teitur tekur til starfa hjá Carbfix í byrjun mars.

Ólafur Teitur Guðnason:

„Carbfix er að mínu mati eitt mest spennandi fyrirtæki landsins um þessar mundir. Ég hlakka virkilega til að ganga til liðs við öflugt teymi fyrirtækisins og taka þátt í þeim tímamótaverkefnum á sviði föngunar og varanlegrar kolefnisbindingar sem fyrirtækið vinnur að í þágu loftslagsins."