Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Samskiptasviðs Alcan á Íslandi hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcan.

Eins og greint var frá í morgun lét Ólafur Teitur af störfum í dag sem fjölmiðlafulltrúi Straums Burðaráss.

Hann er fæddur 2. október 1973 og er kvæntur Engilbjörtu Auðunsdóttur og eiga þau tvo syni.

Ólafur Teitur er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur níu ára reynslu af störfum við fjölmiðla, lengst af hjá Ríkisútvarpinu og Viðskiptablaðinu.

Frá árinu 2007 hefur hann verið fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss.