„Þetta hefur tekið gríðarlega langan tíma, en ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að Lyf og heilsa hafi brotið gegn okkur. Ég hef vitað það allan tímann, og ekki síst þess vegna hefur það verið gremjulegt hversu langan tíma þetta hefur tekið," segir Ólafur Adolfsson, eigandi Apóteks Vesturlands.

Lyf og heilsa hefur verið úrskurðað til þess að greiða 130 milljónir í sekt vegna markaðsmisnotkunar, m.a. í samkeppni við Apótek Vesturlands á Akranesi.

„Ég hef ekki kynnt mér úrskurðinn og get því ekki tjáð mig um þetta efnislega, að öðru leyti en því að þessi niðurstaða er staðfesting á því sem ég hef vitað lengi. Að Lyf og heilsa var að brjóta gegn okkur," segir Ólafur.