Ólafur Ívan Wernersson, bróðir systkinanna Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna, færði eignarhlut sinn á einkahlutafélaginu Glaðheimum yfir á börn sín tvö árið 2008. Félagið rekur Hótel Blönduós og gistiheimili í bænum. Sonur Ólafs er fæddur árið 1997 og var því ellefu ára þegar hann eignaðist ferðaþjónustureksturinn á móti systur sinni. Hún er fædd um mitt ár 2001 og var því öðru hvoru megin við átta ára aldurinn þegar hún eignaðist hinn helminginn. Með hótelrekstrinum og öllu því sem honum fylgdi voru skuldir upp á rúmar 130 milljónir króna.

Ólafur var eini eigandi Hótels Blönduóss. Hann segir skilnað hafa leitt til þess að eignarhald á rekstrinum fór yfir á börnin.

Ólafur Wernersson hefur komið víða við í viðskiptalífinu. Hann er skráður fyrir tæpum fjórðungshlut í Sláturfélagi Suðurlands og var auk þess umsvifamikill kartöflubóndi í Rúmeníu fyrir hrunið 2008. Þá átti Ólafur tæpan 16% hlut í Lífsvali ásamt Guðmundi A. Birgissyni, sem löngum hefur verið kenndur við Núp í Ölfusi. Félagið átti 45 bújarðir víða um land. Gjaldfallnar skuldir upp á um 600 milljónir króna urðu til þess að Landsbankinn tók félagið yfir í byrjun árs.

Nánar er fjallað um hótelrekstur Ólafs í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Bónusgreiðslur mega verða fjórðungur af árslaunum
  • Óvíst hvort verði af tvíhliða skráningu Icelandair Group á árinu
  • Gamli Landsbankinn getur gjaldfellt risaskuldabréf nýja Landsbankans
  • Evrópusambandið leggur til mikilla breytinga á endurskoðun
  • Kaupfélag Skagfirðinga hagnast um 2,4 milljarða króna
  • AGS segir afnám gjaldeyrishafta verða erfitt verk
  • Eyþór Arnalds ræðir um skuldir sveitarfélaga og árin hjá töfrakörlunum í Oz
  • Eignarhald á Eimskipi mun taka breytingum
  • Allt um stangveiðina, jaðaríþróttir og eðalvínin frá Burgundy
  • Ástþór Magnússon, kreditkortin og forsetaframboðin
  • Huginn og muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem fjallar um sjávarútvegsmálin
  • Óðinn fjallar um peningaprentun, spákaupmennsku og verðbólgu
  • Ævintýraferðir og kostnaður við að græja sig upp fyrir veiðisumarið
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...