Kynnt verður í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag 11 milljarða dollara áætlun um að efla sölu rafbíla og að byggja upp net rafhleðslustöðva. Verður lagt fram lagafrumvarp til að styðja þessa áætlun og eru lögin kölluð „Electric Drive Vehicle Deployment Act of 2010” að því er greint er frá í The Detroit News.

Er frumvarpið smíða af hópi sem samanstendur af rafgeymaframleiðendunum A123 og Bright Automotive Inc. ásamt hópi lögfræðinga sem ganga undir gælunafninu Rafvæðingabandalagið eða „Electrification Coalition".  Í þessum hópi er þó enginn fulltrúi frá Michigan, heimaríki bandaríska bílaiðnaðarins.