Hlutabréf í Asíu féllu við fréttir um að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði hafnað björgunaraðgerðum vegna bandarísku bílarisanna þriggja.

Nikkei 225 vísitalan í Tókýó lækkaði um 5,6%. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur lækkað um 6,9%, úrvalsvísitalan í Sjanghæ um 3,8% og úrvalsvísitalan í Suður-Kóreu um 4,4%.

Dollarinn féll einnig við fréttirnar um að öldungadeildin hefði hafnað 14 milljarða dala björgunarpakkanum.

Framvirkir samningar á bandarísku S&P 500 vísitöluna lækkuðu um 4,3% að sögn Bloomberg, sem hafði eftir leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni að hann kviði því að fylgjast með markaðnum á Wall Street í dag. „Það verður ekki fögur sjón,“ sagði hann.