Eldri kynslóðin sækir sem aldrei fyrr í ferðalög með skemmtiferðaskipum þrátt fyrir efnahagsþrengingar í Evrópu. Samkvæmt tölum frá Evrópska skemmtiferðaskiparáðinu (e. European cruise council) þá var 9% aukning farþega frá árinu 2010 til 2011. Á rinu 2011 voru 6,2 milljónir manna sem ferðuðust með skemmtiferðaskipum. Þetta kemur fram í frétt The Guardian. Þar af var 10% vöxtur á meðal breskra farþega, en þeir töldu 1,7 milljón af heildarfjöldanum.

Bókunartölur minnkuðu nokkuð á þessu ári eftir Costa Concordia slysið í janúar þegar 32 mann létust við strendur Ítalíu. Þrátt fyrir þetta hafa bókanir aftur aukist þegar liðið hefur á árið samkvæmt fréttinni.