Launamunur kynja á almennum vinnumarkaði hefur lækkað um nærri helming á árabilinu 2000 – 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem aðgerðahópur um launajafnrétti lét gera á þróun kynbundins launamunar og launamyndunar.

Meðal helstu niðurstaðna aðgerðahópsins er að óleiðréttur launamunur á almennum markaði hefur nánast helmingast, eða minnkað úr 32% árið 2000 í 18% árið 2013.

Skýrður launamunur hefur einnig minnkað úr 22% í um 10%, en aðgerðahópurinn segir að þessar tlu séu til vitnis um það að konur hafi sótt fram á vinnumarkaði og að muur karla og kvenna á vinnumarkaði hafi minnkað.

Óskýrður launamunur á almennum vinnumarkaði hefur á hinn bóginn minnkað mun minna. Óskýrður launamunur var 5,8% árið 200 en hann jókst á árunum 2003 til 2007. Árin 2005–2007 mældist hann 7,3%. Í kjölfar hrunsins dró úr óskýrðum launamuni á ný og árin 2011–2013 var hann orðinn 5,4%, eða nokkru minni en í upphafi gagnatímabilsins.