„Miðað við þá reynslu sem við höfum af fyrri átökum í heiminum skilar það sér fljótlega inn í verðlag, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við Morgunblaðið. Olíufélögin hækkuðu verð á eldsneyti um fjórar krónur á lítrann í gær vegna átakanna í Sýrlandi og yfirvofandi loftárásir vestrænna ríkja á landið.

Samkvæmt eldsneytisvakt FÍB er eldsneytisverð á bilinu 254,3 til 256.9 krónur á lítrann. Verð á díselolíu er á bilinu 251,3 til 251,8 krónur á lítrann.

Runólfur segir fréttir á borð við átökin fljót að skila sér út í hærra verðlagi á eldsneyti en þær jákvæðu seinar að skila sér til lækkunar.