Ölgerðin hefur fengið afhenta þrjá Mercedes-Benz Actros flutningabíla. Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur fram að fyrirtækið mun endurnýja bílaflota sinn allverulega á næstunni með Mercedes-Benz bílum og á næstu vikum fær fyrirtækið fjóra Actros bíla til viðbótar og tvo metanknúna Sprinter bíla.

„Við völdum Mercedes-Benz eftir að hafa vegið og metið marga þætti m.a. verð bílanna, rekstrarkostnað og ekki síst endursöluverð. Við mátum Mercedes-Benz sem hagstæðasta kostinn fyrir okkur þegar við skoðuðum heildarkostnað á 5 ára tímabili,“ segir Gunnlaugur Einar Briem, framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs hjá Ölgerðinni, í tilkynningunni.

Allir Actros bílarnir koma með flutningakössum frá HEIWO og Sprinter bílarnir verða innréttaðir hér heima.